Árni Geir Hilmarsson

Staða Vinstra horn
Númer 7
Fæðingardagur 18.04.1993
Fæðingarstaður Selfoss
Spilað með Selfoss síðan 2012
Leikir fyrir Selfoss 70
Mörk fyrir Selfoss 63
Fyrrum félög Haukar (2013-2014) og Samhygð

Ættfræði

Foreldrar mínir heita Hilmar og Stefanía. Þau eru fædd og uppalinn í Reykjavík og Kópavogi en fluttu í Gaulverjabæjarhrepp 1987. Ég sjálfur er galli (uppalinn í gaulverjabæ) eins og Ástríkur og Steinríkur, er þess vegna svona hrikalega sterkur.

Ég er ekki skyldur neinum í liðinu mér vitanlega þrátt fyrir að það kæmi mér ekkert á óvart þó við Rúnar Hjálmarsson værum bræður. Hver veit hvað Hjálmar Águstsson var að bralla síðla sumars 1992.

Fyrsti mfl leikurinn

2. mars 2012 með Selfossi gegn Víkingi

Hversu gamall byrjaðir þú að æfa?

15 ára

Fyrsti handboltaþjálfarinn þinn

Arnar Gunnarsson og Atli AK Kristinsson

Uppáhaldsleikmaðurinn þinn

Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson

Bestur í klefanum

Helgi Hlynsson

Eftirminnilegasta atvikið á ferlinum

Þegar hann Jóhann erlingsson setti hann í skeytin fyrir aftan bak, eftir sendingu fyrir aftan bak frá Egidijus Mikalonis, þetta var sirkusmark og æfingin var flautað af

Rútínan á leikdegi

Borða vel, fara í göngutúr, helst í sveitinni, hlusta á réttu tónlistina. Horfa á eitthvað sem fær hárin til að rísa