Einar Sverrisson

Staða Vinstri skytta
Númer 24
Fæðingardagur 07.05.1992
Fæðingarstaður Selfoss
Spilað með Selfoss síðan 2010
Leikir fyrir Selfoss 114
Mörk fyrir Selfoss 527
Fyrrum félög ÍBV (2014-2016)
Einar Sverrisson_snap

Ættfræði

Fæddur og uppalin á Selfossi. Foreldrar eru Sigrún Helga Einarsdóttir og Sverrir Einarsson. Móðir mín er ættuð frá Vestmannaeyjum og Laugarvatni en er alin upp á Selfossi. Faðir minn er ættaður frá Nýja bæ undir Eyjafjöllum og Dísukoti Þykkvabæ og er alin upp í laugardælum.

Fyrsti mfl leikurinn

Sunnudaginn 12.des, 2010 með Selfoss á móti FH

Hversu gamall byrjaðir þú að æfa?

Man ekki hvað ég var gamall þegar ég byrjaði að æfa

Fyrsti handboltaþjálfarinn þinn

Höddi Bjarna var minn fyrsti þjálfari

Uppáhaldsleikmaðurinn þinn

Hef verið mjög hrifinn af Uwe Gensheimer í gegnum tíðina. Ætli ég segi ekki hann þó það sé enginn sérstakur…

Bestur í klefanum

Mási hefur verið sá sem ég hef mest gaman af í klefanum í gegnum tíðina

Eftirminnilegasta atvikið á ferlinum

Bikarmeistaratitillinn árið 2015 með ÍBV

Rútínan á leikdegi

Engin rútína svosem, ég geri í raun bara það sem mér líður best með