Elvar Örn Jónsson

Staða Leikstjórnandi
Númer 9
Fæðingardagur 31.08.1997
Fæðingarstaður Selfoss
Spilað með Selfoss síðan 2013
Leikir fyrir Selfoss 87
Mörk fyrir Selfoss 438
Fyrrum félög
Elvar Örn_snap

Ættfræði

Er ættaður frá Hurðabaki, Jóndi og Gagga er foreldrarnir mínir, Mummi Jóns er afi minn. Ég, Örn, Haukur,Teitur, Rúnar, Árni Steinn, Hulda, Hrafnhildur og Kristrún erum öll frændsystkini

Fyrsti mfl leikurinn

Það var á Ragnarsmótinu 2013 á móti Gróttu í framlengdum leik og vítakeppni um 5.sætið

Hversu gamall byrjaðir þú að æfa?

Ég var eitthvað að sprikla þegar ég bjó í Noregi en byrjaði að alvöru 10 ára þegar ég flutti heim

Fyrsti handboltaþjálfarinn þinn

Einar Guðmundsson

Uppáhaldsleikmaðurinn þinn

Það hefur alltaf verið Guðjón Valur en einnig hefur Óli Stef komið sterkur inn með árunum

Bestur í klefanum

Sveppi og Helgi eru flottir

Eftirminnilegasta atvikið á ferlinum

Partille meistarar 2013 og þegar við komumst upp í Olísdeildina

Rútínan á leikdegi

Lyfti, smá lögn og oft lamb og benni í Eldhúsinu í hádeginu