Jón Birgir Guðmundsson

Staða Sjúkraþjálfari
Fæðingardagur 09.03.1967
Fæðingarstaður Selfoss
Þjálfað Selfoss síðan 2015
Leikir fyrir Selfoss ?
Mörk fyrir Selfoss ?
Fyrrum félög sem leikmaður Selfoss (1984-1987)
Fyrrum félög sem þjálfari UllKisa-Jessheim í Noregi

Ættfræði

Móðir: Lára Ólafsdóttir bankastarfsmaður

Faðir: Guðmundur Kr Jónsson húsasmiður, formaður Umf Selfoss.

Ættaður úr Flóanum;  Hjálmholti í Hraungerðishreppi, Hurðarbaki í Villingaholtshreppi og Seljatungu í Gaulverjabæjarhreppi.

Hurðarbaksættin er mjög fyrirferðarmikil í Selfoss íþróttunum. Þannig er ég náskyldur Elvari Erni Jónssyni, Hauki Þrastar, Teiti Erni, Erni Þrastar, Rúnari Hjálmars, Huldu Dís, Hrafnhildi Hönnu, Kristrúnu Steinþórs, Árna Steini Steinþórs í handboltanum o.fl , Sævari Þór Gísla í fótboltanum svo einhverjir séu nefndir. Úr Seljatunguættinni er Einar Gunnar Sigurðsson fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta frændi minn.

Eiginkona:Ragnhildur Sigurðardóttir  íþróttafræðingur, heilsuráðgjafi o.fl.

Börn: 4

Barnabörn:4

Fyrsti mfl leikurinn

Það var árið 1985 með Selfoss gegn Njarðvík (á þessum tíma voru Njarðvík, Keflavík og Reynir Sandgerði öll með meistaraflokk karla). Gunnlaugur Hjálmarsson var þjálfari, sá mikli heiðursmaður og alþjóðlegur dómari til margra ára. Við unnum leikinn!

Hversu gamall byrjaðir þú að æfa?

11 ára, 1978 þegar íþróttahúsið var tekið í notkun, það var ótrúlegur áhugi strax á handbolta í bænum þegar handknattleiksdeildin var endurvakin. Á fyrstu 5.flokks æfingunni voru 55 strákar mættir en það var bara 1 lið skráð til leiks (12 leikmenn)

Fyrsti handboltaþjálfarinn þinn

Þórður Tyrfings og Bogi Karls, toppmenn

Uppáhaldsleikmaðurinn þinn (utan Selfoss)

Margir góðir; Mats Olsson, Óli Stef, Dutchebaev og Patti!

Eftirminnilegasta atvikið á ferlinum

Eftirminnileg ferð til Vestmannaeyja með 2.flokki Selfoss á turneringu 1985, en þá var 2.flokkur spilaður í turneringum. Þjálfarinn hætti við að fara með okkur daginn áður þannig að við fórum þjálfaralausir út til Eyja. Ég var þá 18 ára og Grímur Hergeirs 16 ára. Það var brjálað veður og verulega slæmt í sjóinn. Árangurinn var upp og ofan, gistum í verbúð, ýmis afbrigði sóknarleiks prófuð (vægast sagt) en komumst heilir heim. Þennan sama vetur komumst við svo í undanúrslit í bikarnum í 2.flokki