Hulda Dís Þrastardóttir

Staða Leikstjórnandi
Númer 3
Fæðingardagur 8.10.1997
Fæðingarstaður Selfoss
Spilað með Selfoss síðan 2013
Leikir fyrir Selfoss 100
Mörk fyrir Selfoss 62
Fyrrum félög

Ættfræði

Mamma mín heitir Guðbjörg Hrefna Bjarnadóttir og pabbi minn Þröstur Ingvarsson. Ég á ættir að rekja til Hurðarbaks eins og margir aðrir í bæði meistaraflokks karla og kvenna.

Fyrsti mfl leikurinn

Fyrsti mfl leikurinn minnir mig að hafi verið æfingaleikur við Val sumarið 2013 og svo byrjaði ég að spila með mfl í Olís deildinni það tímabil

Hversu gömul byrjaðir þú að æfa?

Ég hef æft handbolta frá því ég man eftir mér, ætli ég hafi ekki verið svona 7 ára.

Fyrsti handboltaþjálfarinn þinn

Mamma var fyrsti þjálfarinn minn (Guðbjörg)

Uppáhaldsleikmaðurinn þinn

Nycke Groot

Best í klefanum

Perla því hún nennir að sjá um tónlistina og gerir það geggjað vel

Eftirminnilegasta atvikið á ferlinum

Allir undanúrslitaleikirnir í bikarnum í yngriflokkunum eru mjög eftirminnilegir

Rútínan á leikdegi

Er ekki mjög föst með sömu rútínuna fyrir leik en reyni bara að borða rétt og vera úthvíld svo ég hafi næga orku í leikinn. Mér finnst best að hafa eitthvað að gera á leikdag svo ég hugsi ekki of mikið um leikinn, þá verð ég bara stressuð. Að fara í smá göngutúr er reyndar eitthvað sem ég geri á hverjum leikdegi