Staða | Aðalþjálfari |
Fæðingardagur | 01.05.1991 |
Fæðingarstaður | Selfoss |
Þjálfað Selfoss síðan | 2017 |
Leikir fyrir Selfoss | 58 |
Mörk fyrir Selfoss | 50 |
Fyrrum félög sem leikmaður | Selfoss og Mílan |
Fyrrum félög sem þjálfari | Selfoss og Mílan |
Foreldrar mínir heita Guðbjörg Hrefna og Þröstur. Ég er ættaður frá Hurðarbaki í flóa og Gjábakka í Vestmannaeyjum. Ég er ansi tengdur liðinu, en systur mínar leika með liðinu, Hrafnhildur Hanna og Hulda Dís, ásamt Perlu Ruth sem er kærastan mín og svo eru Kristrún og Elva Rún úr Hurðarbaksættinni líka og ekki má gleyma Rúnari, hann er líka frændi minn. Svo ef við förum í kk liðið, þá er Haukur náttúrulega bróðir minn og við Teitur Örn erum systkynabörn (að sjálfsögðu frá Hurðarbaki) Svo eru Jóndi og Elvar líka frændur mínir, og að ógleymdum Árna Steini, sem er einnig frá Hurðarbaki.
Það var haustið 2012 með Selfoss. Var í hóp gegn Gróttu í miðri endurhæfingu eftir krossbandaslit til þess að taka vítin, setti fyrsta og brenndi svo næstu tveim og datt úr hóp…
Æfði svona on og off þegar ég var yngri en byrjaði svo alveg í 5. fl yngra ár og hef ekki misst úr æfingu síðan.
Einar Guðmundsson
Ég er mikill Ivano Balic aðdáandi, annars er hrikalega gaman að fylgjast með Stine Bredal Oftedal
Sem leikmaður: Þegar ég náði því markmiði eftir langvarandi meiðsli að spila leik með bróður mínum sem er 10 árum yngri en ég. Þetta var leikur á móti Val 29. Mars 2017 sem vannst með 1 marki.
Sem þjálfari: Líklega þegar ég var aðstoðarþjálfari 4 flokks 2013 og við sigruðum PartilleCup, en þeir drengir eru flestir uppistaðan í mfl kk í dag, en svo er alltaf skemmtilegast að sjá þá sem maður er að þjálfa og hefur þjálfað ná markmiðum sínum og komast enn lengra, það er þess vegna sem maður er í þessu, og sem betur fer eru það orðin þó nokkur atvik.
Ég bara hvet fólk til að mæta á völlinn og horfa á okkar flotta íþróttafólk!
Áfram Selfoss