Perla Ruth Albertsdóttir

Staða Lína
Númer 50
Fæðingardagur 21.09.1996
Fæðingarstaður Blönduós
Spilað með Selfoss síðan 2014
Leikir fyrir Selfoss 96
Mörk fyrir Selfoss 258
Fyrrum félög
Perla Ruth_snap

Ættfræði

Ég ólst upp í Eyjanesi í Hrútafirði. Foreldrar mínir eru Sigrún Elísabeth Arnardóttir og Albert Jónson, ég á 13 systkini. Er tengdadóttir Guggu og Þrastar, mágkona Hrafnhildar Hönnu, Huldu Dís og Hauks Þrastar.

Fyrsti mfl leikurinn

21. janúar 2014 með Selfoss gegn Val

Hversu gömul byrjaðir þú að æfa?

17 ára fór ég á fyrstu handboltaæfinguna, það var seinnipart 2013

Fyrsti handboltaþjálfarinn þinn

Örn Þrastarson og Sebastian Alexandersson

Uppáhaldsleikmaðurinn þinn

Guðjón Valur og Heidi Løke eru í uppáhaldi

Best í klefanum

Það er frekar stór spurning, það þarf blöndu af öllum karakterum í klefann, en ef ég þarf að velja einn ætli það sé þá ekki Þuríður Guðjónsdóttir sprelligosi

Eftirminnilegasta atvikið á ferlinum

Þegar ég var að byrja í handbolta byrjaði ég að spila með 3.fl, B-liðinu og Andri Már var að dæma (þekktumst vel áður en ég byrjaði í handbolta) og ég hélt hann væri að hlæja af mér og mér fannst svo hrikalega vandræðalegt og asnalegt að ég væri þarna að fara að keppa í handbolta að ég neitaði að fara inná og hljóp heim grátandi í hálfleik

Rútínan á leikdegi

Fer á lyftingaræfingu, borða svo vel, fer stundum í göngutúr og reyni alltaf að fá mér frískt loft og svo reyni ég bara að chilla og gera það sem lætur mér líða vel