Rúnar Hjálmarsson

Staða Aðstoðarþjálfari
Fæðingardagur 23.04.1987
Fæðingarstaður Selfoss
Þjálfað Selfoss síðan 2017
Leikir fyrir Selfoss 47
Mörk fyrir Selfoss 13
Fyrrum félög sem leikmaður Mílan (2014-2016) og Selfoss (2016-2017)
Fyrrum félög sem þjálfari Styrktarþjálfun hjá Selfoss
runar-snap

Ættfræði

Rúnar Hjálmarsson- Ágústssonar- Þorvaldssonar- Björnssonar. Og Ingibjargar Einarsdóttur-Einarssonar-Einarssonar. Frændfólk í mfl karla og kvenna: Elvar Örn Jónsson, Árni Steinn Steinþórsson, Þórir Ólafsson, Haukur Þrastarson, Teitur Örn Einarsson, Jón Birgir Guðmundsson, Kristrún Steinþórsdóttir, Hulda Þrastardóttir, Hanna Þrastardóttir, Elva Rún Óskarsdóttir, Örn Þrastarson. Frændfólk í stjórn: Þorsteinn Rúnar og Einar Sindri. Frægasta skyldmenni og uppáhalds íslenski íþróttamaðurinn: Jón Arnar Magnússon.

Fyrsti mfl leikurinn

Miðvikudaginn 17. september 2003 með Selfoss á móti HK í Digranesinu

Hversu gamall byrjaðir þú að æfa?

Ég var 11 ára þegar ég var í heimsókn hjá frænda mínum á Selfossi honum Þorsteini Rúnari Ásgeirssyni og fór ég með honum á handboltaæfingu í Gagnheiðinni, eftir það fór ég að æfa

Fyrsti handboltaþjálfarinn þinn

Fyrstu handboltaþjálfarnir mínir vor bræðurnir og snillingarnir Gísli og Jóhann Ingi Guðmundssynir

Uppáhaldsleikmaðurinn þinn (utan Selfoss)

Jackson Richardson, Didier Dinart, Staffan Olsson(Faxi) og Gústi Bjarna eftir að ég sá hann setja 21 mark fyrir Ísland á Selfossi á móti Kína það var einnig fyrsti landsleikurinn sem ég fór á, mjög eftirminnilegt

Eftirminnilegasta atvikið á ferlinum

Það er tímabilið 2015-16 þegar við unnum Fjölni í umspilinu eftir að lenda 2-0 undir og koma svo til baka og hafa sigur 2-3 það voru mikil forréttindi fyrir mig að vera fyrirliði í þessu frábæra liði sem vann þetta flotta afrek og á sama tíma vera að taka þátt í styrktarþjálfunni hjá liðinu