Miðasala hafin á Final 4 í höllinni

Miðasala hafin á Final 4 í höllinni

Eins og flestir vita mun karlalið Selfoss mæta Fram í undanúrslitum Coca-cola bikarnum í Final4 eins og það er kallað. Miðasala er nú hafin á leikinn sem fram fer föstudaginn 9.mars kl 19:30. Miða er hægt að kaupa í verslun TRS á Selfossi og einnig er hægt að panta miða hjá Birgi, í síma 849-3890.

Miðaverð

16 ára og eldri – 2000 kr
6-15 ára – 500 kr
5 ára og yngri fá frítt inn

Nú reynir á Selfyssinga að troðfylla Laugardalshöllina og styðja við strákanna okkar sem eru aðeins tvo leiki frá fyrsta titli félagsins!!