Mikil spenna fyrir lokaumferðina

Mikil spenna fyrir lokaumferðina

Selfoss tapaði óvænt fyrir HK í leik liðanna í Olís-deildinni á laugardag. HK var skrefinu á undan stærstan hluta leiksins og leiddu í hálfleik 13-11. Selfyssingar náðu sér ekki á strik í seinni hálfleik og voru allan tíman að elta heimakonur. Mestu varð munurinn fimm mörk og það var ekki fyrr en í blálokin að okkar stelpur sýndu sitt rétta andlit þegar þær minnkuðu muninn í eitt mark 28-27 sem urðu lokatölur leiksins.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir bar af í liði Selfoss og skoraði hvorki fleiri né færri en 14 mörk, Steinunn Hansdóttir skoraði 4, Elena Elísabet Birgisdóttir og Carmen Palamariu 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2 og Kristrún Steinþórsdóttir 1.

Fyrir lokaumferðina er Selfoss í 7. sæti deildarinnar með 25 stig og mæta FH í Vallaskóla miðvikudaginn 6. apríl kl. 19:30. Sigur eða jafntefli tryggir liðinu sjöunda sætið í deildinni en úrslitakeppni Olís-deildarinnar hefst miðvikudaginn 13. apríl.

Hrafnhildur Hanna skoraði rúman helming marka Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE