Mikilvæg stig gegn Gróttu

Mikilvæg stig gegn Gróttu

Selfyssingur unnu gríðarlega mikilvægan heimaleik gegn Gróttu nú í kvöld og náðu að fjarlæga sig frá botnsætunum. Fyrir leikinn var Selfoss í 5 stig og Grótta 4 stig, eftir leikinn er Selfoss nú komið með þriggja stiga forskot á Gróttu, með 7 stig í 6.sæti.

Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti í kvöld og leiddu fyrri hálfleikinn allt til að Grótta náði að jafna í lok fyrri hálfleiks. Selfyssingar tóku aftur við sér í upphafi seinni hálfleiks og voru þær komnar með fimm marka forskot þegar um 12 mínútur voru eftir af leiknum. Lítið var skorað undir lok leiks og svo fór að Selfoss vann leikinn 20-16.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 6, Harpa Brynjarsdóttir 4 (þar af 2 víti). Hulda Dís Þrastardóttir skoraði 2 mörk og Kristrún Steinþórsdóttir 1.

Viviann Petersen varði 10 skot í marki Selfoss og var með 43% markvörslu.

Selfoss er áfram í 6.sæti með 7 stig, ekki er búið að setja niður leiki í 3.umferð mótsins og því ekki víst á móti hverjum stelpurnar mæta næst.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is Mbl.is. Leikskýrslu má nálgast hér.
____________________________________________
Mynd: Hrafnhildur Hanna er komin aftur eftir meiðsli og var markahæst með 7 mörk.
Jóhannes Á. Eiríksson.