
09 sep Mina Mandić í marki Selfoss

Markvörðurinn Mina Mandić hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss og mun verða góður liðsstyrkur fyrir baráttuna í Grill 66 kvenna í vetur. Mina er tuttugu og eins árs gömul og kemur frá Svartfjallalandi. Í heimalandinu lék hún í HC Levalea 2010.
Við bjóðum Minu hjartanlega velkomna á Selfoss.
Mynd: Umf. Selfoss / ÁÞG