Mjaltavélin – Stuðningsmannaklúbbur handknattleiksdeildar

Mjaltavélin – Stuðningsmannaklúbbur handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild Selfoss býður til sölu sérstök árskort, Mjaltavélarkort, sem gilda á alla deildarleiki karla og kvenna á heimavelli í vetur.

Mikið er innifalið í þessum kortunum t.d. frítt kaffi í sjoppunni, happadrætti á völdum leikjum þar sem dregið úr mættum kortum, sessur á bekki, frátekin sæti og fleira.

Stakur miði á leiki er á kr. 1.500 og er ávinningur stuðningsmanna að fá sér árskort því mikill því að það kostar litlar 25 þúsund krónur. Á næstu dögum fer fram sala á Mjaltavélarkortunum sem og á fyrstu heimaleikjum liðanna.

Af hálfu deildarinnar er sjálfsagt að gera vel við trausta stuðningsmenn. Áfram Selfoss.