Mjúkboltamót og bjórkvöld

Mjúkboltamót og bjórkvöld

Laugardaginn 13.janúar n.k. verður haldið mjúkboltamót eða softballmót í íþróttahúsinu Vallaskóla.

Spilað verður á litlum völlum á lítil mörk, fjórir gegn fjórum. Liðin hópa sig saman og skrá inn lið, tilvalið er fyrir gamlar handboltakempur að smala saman sínum árgangi og skrá til leiks lið. Fimm manns eru í hverju liði, þar af fjórir inná í einu. Stelpur og strákar geta verið saman í liði.

Skráning fer fram með því að senda póst með nöfnum einstaklinga á netfangið biggimilan@gmail.com, hjá Bigga (8493890) eða Atla Kristins (6968280). Skráningargjald er 1500 kr á hvern þáttakanda. Keppni hefst kl 15:00 á laugardeginum og stendur mótið yfir í um 3 tíma.

Eftir mótið verður árlega bjórkvöld Selfoss haldið í Golfskálanum og hefst það kl 20:00. Þar verður boðið upp á pílukastkeppnina frægu, lukkuhjól og margt fleira. 18 ára aldurstakmark er á bjórkvöldið!