Naumt tap gegn Aftureldingu

Naumt tap gegn Aftureldingu

Selfoss tapaði sínum fyrsta leik í tæpa þrjá mánuði þegar þeir lágu gegn Aftureldingu, 27-28, en Selfyssingar höfðu unnið sex leiki í röð.

Selfoss byrjaði betur í kvöld og komust í 5-2, Afturelding kom sér inn í leikinn og jafnaði 5-5. Selfyssingar stigu síðan á bensínið og náðu mest fimm marka forskoti, 14-9 og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13. Afturelding náði síðan 5-1 kafla um miðjan seinni hálfleikinn og komust í fyrsta skipti yfir í leiknum, 21-22.

Lokakaflinn var dramatískur þar sem Selfyssingar gátu jafnað leikinn eftir að hafa minnkað muninn niður í eitt mark. Ekkert varð úr tilraunum Selfyssinga til þess og endaði leikurinn 27-28.

Mörk Selfoss: Teitur Örn Einarsson10 (4), Árni Steinn Steinþórsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 4, Hergeir Grímsson 3, Elvar Örn Jónsson 3, Haukur Þrastarson 2, Einar Sverrisson 1.

Varin skot: Helgi Hlynsson 15 (40%) og Sölvi Ólafsson 3 (43%).

Selfoss er aftur komið niður í 4.sæti deildarinnar með 22 stig, eftir stutta viðveru í 3. sæti. Næsti leikur hjá strákunum er á fimmtudaginn í 8-liða úrslitum bikarsins gegn Þrótti R. þar sem þeir geta tryggt sér sæti í úrslitahelginni, Final 4.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.isMbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________
Mynd: Teitur Örn Einarsson var markahæstur í kvöld með 10 mörk.
Umf. Selfoss / Jóhannes Á. Eiríksson.