Naumt tap gegn Fram

Naumt tap gegn Fram

Selfoss tók á móti Fram í miklum spennuleik í Olísdeildinni á laugardag. Það var jafnræði með liðunum allan tímann og leiddu heimakonur í hálfleik 17-16. Það dró úr markaregninu í seinni hálfleik og á síðustu tíu mínútunum skelltu gestirnir í lás og lönduðu naumum sigri 25-30.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 8 mörk fyrir Selfyssinga, Steinunn Hansdóttir og Adina Ghidoarca skoruðu 5 mörk hvor, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Elena Elísabet Birgisdóttir 2 og Hildur Öder Einarsdóttir 1 mark. Katrín Ósk Magnúsdóttir varði 19 skot í markinu.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Eftir 18 umferðir situr Selfoss sem fastast í 7. sæti Olís-deildarinnar með 20 stig. Liðið sækir Gróttu heim á Seltjarnarnesið í næstu umferð, laugardaginn 6. febrúar kl. 14:00.