Naumt tap gegn ÍBV

Naumt tap gegn ÍBV

Selfoss fékk ÍBV í heimsókn í Olísdeild karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og fínum sóknarleik. Jafnræði var á með liðunum og staðan í hálfleik 15-17. Spennan hélst allt til loka leiks og endaði það þannig að ÍBV vann eins marks sigur 30:31. Teitur Örn fékk beint rautt spjald þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum.

Teitur Örn og Haukur Þrastarson voru markahæstir með 7 mörk, Guðjón Baldur skoraði 5, Hergeir Gríms og Einar Sverris skoruðu 4, Atli Ævar var með 3.

Helgi Hlynsson varði 11 skot og Sölvi Ólafsson 2.

Eftir leikinn er Selfoss í 5. sæti með 10 stig þegar 8 umferðir eru búnar.

Meira um leikinn á Sunnlenska.is. Leikskýrslu má sjá hér.


Mynd: Haukur Þrastarson var markahæstur ásamt Teiti Erni með 7 mörk.
Jóhannes Eiríksson.