Naumur ósigur gegn toppliðinu

Naumur ósigur gegn toppliðinu

Selfoss lá á útivelli gegn toppliði Fram í Olís-deildinni á laugardag. Lokatölur í jöfnum og skemmitlegum leik urðu 25-23 eftir að staðan í hálfleik var 12-10 fyrir heimakonur.

Markaskorun Selfyssinga: Hrafnhildur Hanna 12 mörk, Adina 5, Perla Ruth 3 og Dijana, Kristrún og Carmen skoruðu allar 1 mark. Katrín Ósk varði 18 skot og Áslaug Ýr 1.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Eftir leikinn eru Selfoss og Grótta jöfn í 6.-7. sæti Olís-deildarinnar með 4 stig en liðin mætast einmitt í næstu umferð á Selfossi á sunnudag kl. 16:00.

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson