Naumur sigur á Nesinu

Naumur sigur á Nesinu

Selfyssingar unnu nauman en sanngjarnan sigur á Gróttu 28-29 í fjörugum leik í Olís-deildinni í gær.

Selfyssingar með frumkvæðið í upphafi en staðan jöfn 7-7 um miðjan hálfleikinn. Þá settu okkar strákar í annan gír og leiddu í hálfleik 12-15. Forystan hélst fram í miðjan seinni hálfleik þegar Grótta náði að minnka muninn í eitt mark. Sú forysta hélst Selfyssingum til enda en Grótta fékk kjörið tækifæri til að jafna úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. Boltinn endaði hins vegar í þverslánni á marki Selfyssinga sem fögnuðu vel ásamt fjölda stuðningsmanna á pöllunum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Markahæstir: Einar Sverrisson með 8 mörk, Elvar Örn Jónsson 6, Hergeir Grímsson 5, Teitur Örn Einarsson 3, Árni Steinn Steinþórsson og Guðni Ingvarsson 2 og Guðjón Ágústsson, Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Sverrir Pálsson skoruðu allir 1 mark. Grétar Ari Guðjónsson varði 15 skot í markinu.

Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 8 stig. Næsti leikur Selfyssinga er á heimavelli í Coca Cola bikarnum gegn ÍBV kl. 16:00 á sunnudag en liðin mætast svo aftur á fimmtudag í Olís-deildinni.

Grétar Ari kom í veg fyrir að Grótta jafnaði eftir að leik lauk.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE