Ný fjáröflun handknattleiksdeildar

Ný fjáröflun handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss er að hefja sölu á boxum undir ávexti og samlokur og í fyrsta sinn á Íslandi verður hægt að kaupa sérhönnuð box undir banana. Bananaboxin eru aðeins til í gulum lit en önnur box verða seld í ýmsum litum. Boxin má setja í uppþvottavél, innihalda engin eiturefni, góð ending, flott útlit, margir litir, heilir ávextir í nesti í skólann, handboltann, fótboltann, ræktina, golfið, fjallgönguna, hjólaferðina o.s.frv. Verð er 1.500 kr.

Endilega sendið inn pöntun á netfangið handbolti@umfs.is eða á she@simnet.is
Einnig má hafa samband í gegnum Facebook-síðu Mjaltavélarinnar.

Kaupið frábæra vöru og styrkið um leið öflugt íþróttastarf Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss.