Nýir menn við stýrið

Nýir menn við stýrið

Handknattleiksdeild Selfoss kynnir til leiks nýtt þjálfarateymi meistaraflokks kvenna. Örn Þrastarson hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari og honum til halds og trausts verður Rúnar Hjálmarsson.

Örn og Rúnar eru öllum Selfyssingum af góðu kunnir enda hafa þeir starfað fyrir félagið í mörg ár. Mikil ánægja er með nýtt þjálfarateymi og ljóst að spennandi tímar eru í vændum með meistaraflokk kvenna á Selfossi

Áfram Selfoss!!

Nýtt þjálfarateymi tekur í hendurnar á formanni handknattleiksdeildarinnar.
Ljósmynd og texti: ESÓ/MM