Nýr leikmaður í raðir Selfoss

Nýr leikmaður í raðir Selfoss

Egill Eiríksson hefur skrifað undir lánssamning við Handknattleiksdeild Selfoss. Egill er uppalinn hjá Haukum og verður lánaður austur fyrir fjall þangað til í vor en Selfyssingar eru í hörku baráttu um sæti í efstu deild. Egill varð deildar- og bikarmeistari með Haukum síðastliðið vor ásamt því að verða deildarmeistari með liðinu vorið 2013.

Við bjóðum Egil velkominn í vínrauða liðið og vonum að hann eigi eftir að eflast enn frekar sem leikmaður á meðan á dvöl hans stendur hér.

Egill Eiríksson
Ljósmynd: Umf. Selfoss