Nýr samningur við Hótel Selfoss

Nýr samningur við Hótel Selfoss

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss og Hótel Selfoss skrifuðu á dögunum undir nýjan samstarfssamning en Hótel Selfoss hefur verið einn af stærri styrktaraðilum handknattleiksdeildarinnar undanfarin ár.

Mikil ánægja er með nýjan samning og hefur samstarf við hótelið ávallt verið gott og farsælt.

 


Mynd: Jón Birgir og Þorsteinn Rúnar frá handknattleiksdeildinni ásamt Ragnari Bogasyni, hótelstjóra og Helgu Guðnýju, starfsmanni hótelsins. Leikmenn Selfoss standa fyrir aftan. ESÓ.