Oddaleikur gegn FH – Forsala

Oddaleikur gegn FH – Forsala

Almenn forsala fyrir oddaleik Selfoss – FH verður í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld, þriðjudag, á milli kl 18-20. Einungis er um mjög takmarkað magn miða til í forsölu. Mikilvægt er að allir séu með miða á leikinn, líka þeir sem eru 16 ára og yngri og þurfa þeir að sækja sérstaka barnamiða á sama tíma. Ath að það kemst enginn inn án þess að vera með miða! Þetta er gert til þess að húsið muni ekki verða yfirfullt.

Húsið opnar svo kl 18:00 á morgun, þar sem Jobbi sér um að tendra í grillinu og skella hamborgurunum á. Síðan verður opnað upp í stúku kl 18:45. Ath að enginn þjálfarafundur verður fyrir leik. 

Við munum bjóða upp á svokallað Fanzone í austurrými Vallaskóla, fyrir þá sem vilja horfa á leikinn á stóru tjaldi nálægt stemmingunni. Þetta er gert til að koma til móts við þann fjölda fólks sem fyrirséð er að muni ekki fá miða á leikinn. Leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur á Stöð 2 Sport. M.a. mun Kaffi Selfoss og Bíóhúsið sýna leikinn hjá sér.