Ódýrast að æfa handbolta á Selfossi

Ódýrast að æfa handbolta á Selfossi

Fram kemur í verðlagseftirliti ASÍ að ódýrast er að æfa handbolta á Selfossi. ASÍ kannaði verð á gjaldskrám fyrir börn og ungmenni hjá sextán fjölmennustu handboltafélögum landsins fyrir veturinn 2015-2016.

Borin voru saman æfingagjöld í fjórða, sjötta og áttunda flokki og má lesa úr könnuninni að samanlagt verð fyrir flokkana þrjá er lægst hjá Umf. Selfoss. Boðið er upp á fjórða lægsta verð í 8. flokki, lægsta verð í 6. flokki og næstlægsta verð í 4. flokki.

Könnun ASÍ