Öflugur 2001 árgangur

Öflugur 2001 árgangur

Krakkarnir á yngra ári í 4. flokki hafa sannarlega staðið sig vel í vetur. Stelpurnar eru í efsta sæti 1. deildar og strákarnir eru einnig á toppnum og urðu bikarmeistarar á dögunum. Að auki hafa nokkrir af þessu efnilegu krökkum, sem enn eru í 9. bekk, verið valin á unglingalandsliðsæfingar.

Árgangurinn er mjög fjölmennur, en milli 50 og 60 krakkar bara úr þessum árgangi stunda handboltaæfingar. Árgangur 2001 er því sérstaklega góður fyrir handboltalífið á Selfossi.

Handbolti - 4. flokkur kk.