Olísdeild kvenna af stað eftir jólafrí

Olísdeild kvenna af stað eftir jólafrí

Nú fer Olísdeildin að rúlla aftur eftir um 7 vikna landsleikja- og jólafrí, en síðustu leikir voru um miðjan nóvember s.l. Ekki gekk þetta nógu vel hjá stelpunum fyrir áramót og eru þær núna í 8. og jafnframt neðsta sæti deildarinnar með 4 stig. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nóg er eftir af mótinu og stutt er í næstu lið. 

Stelpurnar leggja land undir fót og halda norður á Akureyri þar sem þær munu mæta KA/Þór á morgun, þriðjudag, kl 19:30. Leikurinn verður í beinni á KA TV fyrir þau okkar sem ekki eiga heimangengt í KA heimilið á þessum tíma. 

Fyrsti heimaleikurinn hjá stelpunum verður svo gegn Valskonum, föstudaginn 18. janúar kl 19:30. Nú þurfa stelpurnar á stuðningi okkar að halda til þess að berjast fyrir áframhaldandi sæti í deildinni á komandi tímabili.

Áfram Selfoss!