
19 jan Olísdeild kvenna fer aftur af stað

Nú er Olísdeild kvenna farin af stað aftur eftir mánaðarfrí. Stelpurnar hefja leik á morgun og mæta þá Valskonum á Hlíðarenda kl 14.
Selfoss er nú í 6.sæti af 8 liðum, með 5 stig eftir 12 umferðir. Liðið hefur unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli. Valskonur eru hins vegar á toppi deildarinnar með 22 stig og hafa ekki tapað leik.
Nú er um að gera að mæta á völlinn og styðja við bakið á stelpunum okkar!