Olísdeildin farin að rúlla

Olísdeildin farin að rúlla

Nú er Olísdeildin farin á fullt, bæði hjá meistaraflokki karla og kvenna. Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik gegn Fram þriðjudaginn s.l. og munu mæta Stjörnunni á sunnudaginn kl 19:30. Þess má geta að okkar eini sanni Basti er þjálfari Stjörnunnar. 

Strákarnir eru búnir að vinna fyrstu tvo leikina í deildinni, gegn ÍR og Akureyri. Þeir taka á móti Aftureldingu á mánudaginn kl 19:30.

Við hvetjum alla til að mæta í Hleðsluhöllina og hveta bæði lið til dáða. Hægt er að kaupa árskort hér á síðunni og einnig á leikjum.

Áfram Selfoss!


Mynd: Stelpurnar unnu Ragnarsmótið fyrr í haust og taka nú á móti Stjörnunni.