Öllu mótahaldi aflýst

Öllu mótahaldi aflýst

Stjórn HSÍ ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að aflýsa öllu frekara mótahaldi á vegum sambandsins vegna ástandsins í samfélaginu. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi þess að yfirvöld hafa ákveðið að framlengja samkomubanni til 4. maí nk. og er því ljóst að ekki verður unnt að hefja keppnir að nýju þar sem félögin þarfnast að minnsta kosti 2-3 vikna undirbúnings til að geta hafið leik. Ákvörðunin stjórnar HSÍ er því að öllum keppnum sé lokið á keppnistímabilinu 2019-2020 og miða eigi við lokastöðu deildanna við núverandi stöðu. Engir Íslandsmeistarar verða krýndir árið 2020.

Þetta þýðir það fyrir Selfoss að meistaraflokkur karla lýkur keppni í Olísdeildinni í 5. sæti og meistaraflokkur kvenna lýkur keppni í 3. sæti Grill 66 deildar. Meistaraflokkur kvenna mun því leika áfram í Grill 66 deildinni að ári nema að HSÍ taki þá ákvörðun um að leika í einni deild.

Þá er U-liðið okkar deildarmeistari í 2. deild karla 2019-2020 og hefur einnig tryggt sér keppnisrétt í Grill 66 deild karla á komandi tímabili!

Yngri flokka starf mun hins vegar hefjast um leið og tækifæri gefst og mun handknattleiksdeildin reyna að komast til móts við þá iðkendur með því að lengja æfingatímabilið. Þetta er háð aðstæðum og nánara fyrirkomulag þess verður tilkynnt síðar.

Tilkynning HSÍ í heild sinni

Mynd: Umf. Selfoss/JÁE