Önnur bikarvika í Vallaskóla

Önnur bikarvika í Vallaskóla

Í þessari viku fara fram tveir undanúrslitaleikir í bikarkeppni yngri flokka HSÍ. Leikirnir fara fram í íþróttahúsi Vallaskóla á þriðjudag og fimmtudag. Er rík ástæða til þess að hvetja fólk til að mæta á leikina og styðja okkar lið áfram því með sigri tryggja þau sér sæti í úrslitaleikjunum sem fara fram í Laugardalshöllinni.

Þriðjudagur      14. febrúar kl. 21:00 : Selfoss – Haukar   (3. flokkur kvenna)
Fimmtudagur   16. febrúar kl. 17:00 : Selfoss – ÍBV        (4. flokkur karla)