Örn áfram með kvennaliðið

Örn áfram með kvennaliðið

Örn Þrastarson mun halda áfram sem þjálfari meistaraflokks kvenna í handknattleik, en hann endurnýjaði samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss á dögunum.
 
Örn hefur verið viðloðandi handboltann á Selfossi alla sína tíð og hefur verið aðalþjálfari meistaraflokks kvenna undanfarin tvö ár, en liðið náði ekki að halda sæti sínu í Olísdeildinni á næsta ári. Deildin er ánægð með að Örn skuli vera áfram í herbúðum Selfoss og bindur hún miklar vonir við uppbyggingu liðsins á komandi árum.