Örn Östenberg til Selfoss

Örn Östenberg til Selfoss

Örn Östenberg hefur skrifað undir til tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.

Örn sem er vinstri skytta er sonur Önnu Östenberg og Vésteins Hafsteinssonar, hann er fæddur í Helsingborg og hóf handboltaferilinn og spilaði lengi hjá Vaxjö HF.  Hann hefur verið leikmaður IFK Kristianstad frá árinu 2015.

Örn hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands og er í U-19 landsliði Íslands sem tekur þátt í HM í Georgíu í sumar.

Mikill fengur fyrir handknattleiksdeildina að fá þennan sómapilt og mikla efni til liðs við félagið.

MM