Öruggur 9 marka sigur á Fjölni

Öruggur 9 marka sigur á Fjölni

Strákarnir í meistaraflokki unnu á föstudag Fjölni örugglega í Reykjavík, 28-19, eftir að hafa verið yfir 10-7 í leikhléi. Okkar menn voru alltaf með undirtökin í leiknum og létu aldrei af stjórninni. Mestur varð munurinn 11 mörk. Vörn liðsins var afar góð allan leikinn, en sóknarleikurinn fór í gang í síðari hálfleik. Ómar lék afar vel í leiknum og hefur verið að nýtast liðinu vel sóknarlega einnig. Þá léku Árni Felix Gíslason og Ketill Heiðar Hauksson sína fyrstu leiki með meistaraflokki. 
 
Atli 8
Ómar 4
Einar 4
Matthías 4
Ársælli 3
Hörður 2
Andri 1
Trausti 1
Árni 1
Helgi varði 22 og fékk á sig 10
Sverrir varði 1 og fékk á sig 9