Öruggur bikarsigur Selfyssinga

Öruggur bikarsigur Selfyssinga

Selfoss bar sigurorð af 1. deildarliði HK þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Coca-Colabikars kvenna í handbolta í Digranesi í gær. Selfyssingar höfðu yfirhöndina allan leikinn og unnu átta marka sigur 18-26 eftir að hafa leitt í hálfleik 5-11.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Tölfræði Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7, Diana Radojevic 5, Ída Bjarklind Magnúsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir 3, Carmen Palamariu, Adina Maria Ghidoarca, Arna Kristín Einarsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir 1. Katrín Ósk Magnúsdóttir varði 15 skot og Áslaug Ýr Bragadóttir eitt.