Öruggur sigur á Gróttu

Öruggur sigur á Gróttu

Það má loksins segja það að Selfoss hafi unnið öruggan sigur, það gerðist þegar liðið vann Gróttu í Hleðsluhöllinni í kvöld með níu mörkum, 29-20.

Það var nokkuð ljóst í hvað stefndi strax í byrjun leiks, Selfoss komst 4-0 yfir og 8-1 skömmu seinna. Hálfleikstölur voru 14-8, Selfyssingum í vil. Seinni hálfleikur var mjög svipaður og sá fyrri og komst Selfoss mest 10 mörkum yfir, 24-14, lokatölur urðu 29-20. Þess má geta að Selfyssingurinn Ari Sverrir Magnússon fékk sínar fyrstu mínútur í vetur og skoraði m.a. eitt mark af vítapunktinum.

Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 6, Haukur Þrastarson 5/1, Elvar Örn Jónsson 5, Nökkvi Dan Elliðason 4, Atli Ævar Ingólfsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Alexander Már Egan 2, Árni Steinn Steinþórsson 1, Ari Sverrir Magnússon 1/1

Varin skot: Sölvi Ólafsson 10 (37%) og Pawel Kiepulski 2 (40%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Vísir.is og Mbl.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Selfoss mætir næst Stjörnunni á laugardagskvöldið í síðustu umferð Olísdeildarinnar. Með sigri geta þeir tryggt sér annað sætið í deildinni en Haukar urðu deildarmeistarar með jafntefli gegn ÍBV í kvöld. 


Mynd: Sölvi varði vel í markinu í kvöld.
JÁE