Öruggur sigur á ÍR

Öruggur sigur á ÍR

Selfoss vann öruggan sigur á ÍR í seinustu umferð Olís-deildarinnar í handbolta. Lokatölur í Vallaskóla urðu 35-28 en staðan í leikhléi var 15-13.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleik sem Selfyssingar náðu að hrista ÍR af sér en eftir það var sigurinn ekki í hættu og að lokum skildu sjö mörk liðin að.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna 13, Adina 9, Perla Ruth 4, Elena 3, Thelma Sif og Steinunn 2 og Margrét Katrín og Carmen skoruðu sitt markið hvor.

Með sigrinum styrkti liðið stöðu sína í 7. sæti Olís-deildarinnar en í næstu umferð sem fram fer fimmtudaginn 24. mars sækir liðið ÍBV heim í Vestmannaeyjum og hefst leikurinn kl. 13:30.

Elena svífur inn af líunni og skorar eitt af þremur mörkum sínum í leiknum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE