Öruggur sigur á móti Þrótti

Öruggur sigur á móti Þrótti

Meistaraflokkur karla gerði góða ferð í Laugardalshöllina og unnu Þróttara nokkuð auðveldlega 21-28. Leikurinn var jafn á upphafsmínútunum en Selfyssingar náðu fljótt góðri forystu og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 11-16. Eftir hlé jókst munurinn smá saman og komust okkar menn mest tíu mörkum yfir í stöðunni 15-25 þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Þróttur náði aðeins að laga stöðuna en eins og áður sagði þá endaði leikurinn 21-28 fyrir okkar menn og tvö mikilvæg stig í hús. Selfyssingar voru að spila fínan leik og ekkert annað í boði en að halda áfram á sigurbraut og safna stigum í toppbaráttunni.

Markahæstur í liði Selfoss var Andri Már Sveinsson með 6 mörk. Daníel Arnar, Hörður Másson og Guðjón Ágústsson skoruðu fjögur mörk hver, Hergeir Grímsson skoraði þrjú mörk, Árni Geir, Egill Eiríksson og Egidijus Mikalonis með tvö mörk hver og Jóhann Erlingsson var með eitt mark skorað. Því miður vantar upplýsingar um markvörslu en Helgi Hlynsson og Sölvi Ólafsson stóðu í marki Selfoss í þessum leik.

Næsti leikur Selfoss er fimmtudaginn 29. janúar þegar KR kemur í heimsókn í Vallaskóla og hefst leikurinn klukkan 20:00. Búast má við hörkuleik en KR er í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig, aðeins þremur stigum á eftir Selfoss.

Á mynd: Andri Már Sveinsson. Myndina tók Inga Heiða Heimisdóttir

Tags: