Öruggur sigur á Þór

Öruggur sigur á Þór

Selfoss strákarnir á eldri ári 4. flokks (1997) mættu Þórsurum síðastliðinn sunnudag. Leikurinn var frekar óspennandi því Selfyssingar sigruðu 31-22

Selfyssingar gerðu út um leikinn á fyrstu 11 minútum leiksins þegar liðið var komið 9-2 yfir. Þórsarar minnkuðu muninn aðeins og staðan 15-9 í hálfleik. Í seinni hálfleik náði Selfoss svo mest 12 marka forskoti og lauk leiknum svo með 9 marka sigri eins og áður segir.

Sannfærandi sigur þó svo að liðið hafi getað nokkuð betur en það sýndi í leiknum. Ánægjulegt var að sjá liðið koma sterkt inn í leikinn og ná strax tökum á leiknum.

Næsti leikur 4. flokks er bikarúrslitaleikurinn í Laugardalshöllinni næstkomandi sunnudag (10. mars) gegn Fram kl. 11:00. Hvetjum við alla Selfyssinga eindregið til að fjölmenna á leikinn.