Öruggur sigur gegn ÍR

Öruggur sigur gegn ÍR

Selfoss vann þægilegan sigur á ÍR í Olís-deildinni í handbolta þegar liðin mættust í Breiðholti á laugardag.

Sigur Selfyssinga var aldrei í hættu en eftir að hafa leitt í hálfleik 9-17 sigruðu stelpurnar okkar með sex marka mun 22-28.

Landsliðskonan Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir var marka­hæst Selfyssinga með 7 mörk. Kristrún Steinþórs­dótt­ir skoraði 6, Perla Ruth Albertsdóttir og Carmen Palamariu 5, Margrét Katrín Jónsdóttir og Thelma Sif Kristjánsdóttir 2 og Hildur Öder Einarsdóttir 1.

Þetta var seinasti leikur stelpnanna fyrir jólafrí sem er óvenjulangt vegna landsliðsverkefni en að loknum tíu umferðum er Selfoss í 6. sæti með 9 stig. Næsti leikur er á heimavelli gegn Valskonum laugardaginn 10. janúar.