Öruggur sigur í Grafarvogi

Öruggur sigur í Grafarvogi

Selfyssingar unnu öruggan sigur gegn Fjölni í Olísdeildinni í kvöld, leikurinn fór fram í Dalhúsum og endaði 35-26.

Heimamenn voru á undan að skora fyrstu tíu mínútur leiksins.  Í stöðunni 5-5 tóku Selfyssingar frumkvæðið og náðu Fjölnismenn aldrei að jafna leikinn eftir það.  Í sókninni fundu menn Guðna vel á línunni og betur gekk varnarlega.  Staðan í hálfleik var 18-12 í leik sem virtist ekki hafa verið frábærlega leikinn af hvorugu liðinu.

Sá munur hélst lítið breyttur fram á 42. mínútu.  Þá munaði 5 mörkum, 20-25.  Hvorki gekk né rak hjá Fjölni og skoruðu þeir ekki mark í um 10 mínútur, Selfyssingar juku forystu sína í 9 mörk á þessum kafla og hélst sá munur út leikinn.  Lokatölur 35-26.

Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 10/3, Haukur Þrastarson 5/1, Guðni Ingvarsson 5, Atli Ævar Ingólfsson 4, Magnús Öder Einarsson 3, Alexander Már Egan 3, Reynir Freyr Sveinsson 2, Daníel Karl Gunnarsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 6 (33%), Sölvi Ólafsson 5 (26%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is.

Næsti leikur strákanna verður mánudaginn 2. desember gegn FH í Hleðsluhöllinni.  Stelpurnar taka á móti U-liði Stjörnunnar sunnudaginn 1. desember.  En næsti leikur er mánudagskvöldið 25. nóvember kl. 20:15.  Þá fer U-liðið okkar í Safamýrinni þar sem þeir mæta Fram U í 2. deildinni.


Hergeir var besti maður leiksins á báðum endum vallarins.
Umf. Selfoss / ÁÞG