Öruggur sigur í SET höllinni

Guðmundur Hólmar

Öruggur sigur í SET höllinni

Guðmundur Hólmar

Selfoss sigraði Gróttu örugglega í Olísdeild karla í SET höllinni í kvöld, 32-23.

Selfyssingar höfðu frumkvæðið strax í byrjun en staðan var jöfn eftir 13. mínútna leik, 6-6. Þá tók við kraftmikill kafli Selfyssinga sem skoruðu fimm mörk í röð og kom stöðunni í 11-6, en Selfyssingar leiddu í hálfleik með fjórum mörkum, 16-12. Allt gekk upp í seinni hálfleik hjá Selfyssingum en ekkert hjá Seltirningum. Selfoss jók forskot sitt hægt og bítandi og níu mörk skildu liðin að í leikslok, 32-23.

Mörk Selfoss: Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur með 7 mörk, Ragnar Jóhannsson skoraði 5 mörk og þeir Alexander Már Egan, Einar Sverrisson, Árni Steinn Steinþórsson og Hergeir Grímsson voru allir með 3 mörk. Ísak Gústafsson og Richard Sæþór Sigurðsson skoruðu 2 mörk hvor og þeir Tryggvi Þórisson, Guðjón Baldur Ómarsson, Elvar Elí Hallgrímsson og Karolis Stropus voru með eitt mark hver.

Varin skot: Vilius Rasmias varði 14 skot í marki Selfoss (41%) og Sölvi Ólafsson varði 1 vítaskot (33%).

Selfoss er því komið í 8. sæti Olísdeildarinnar með 8 stig. Næsti leikur er á sunnudaginn gegn KA hér heima.


Mynd: Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur með 7 mörk. 
Umf. Selfoss / SÁ