Öruggur sigur í Skotland

Öruggur sigur í Skotland

Eins og áður hefur komið fram tók Elva Rún Óskarsdóttir þátt í Viking Cup mótinu með U-15 ára landsliði Íslands í Skotlandi í seinustu viku.

Liðið vann Englendinga í fyrsta leik 29-17. Íslenska liðið byrjaði leikinn mun betur en þær ensku og komst í 8-4. Enska liðið gafst þó ekki upp og náði að minnka muninn í 10-9 en þá tók íslenska liðið leikhlé. Stelpurnar komu sterkar til leiks eftir leikhléið og breyttu stöðunni í 14-9 og eftir það var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur að hólmi. Lokatölur urðu 29-17 og dreifðist markaskor vel á milli leikmanna og átti Sara Sif góðan dag í markinu,

Annar leikur liðsins var gegn úrvalsliði Skotlands. Stelpurnar unnu stórsigur 50-9 eftir að staðan í hálfleik var 22-3. Stelpurnar héldu einbeitingu allan leikinn og spiluðu góða vörn og héldu hraðanum allan leikinn.

 

Liðið sigraði Skotland 47-5 í lokaleik liðsins á mótinu. Allir útileikmenn liðsins skoruðu og fengu stelpurnar afhentan bikar fyrir sigur á mótinu.

Lið Íslands með bikarinn fyrir sigur á mótinu. Elva Rún er lengst til hægri í miðröðinni.
Ljósmynd af vef HSÍ.

 

 

 

 

Tags:
, ,