Öruggur sigur Selfoss

Öruggur sigur Selfoss

Selfoss vann gríðarlega sterkan sigur á Fjölni, 29 – 22 eftir að hafa leitt í hálfleik 15 – 14. Fyrir leikinn var lið Fjölnis taplaust í deildinni. Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og komust t.d í 6-3 en gestirnir náðu að saxa á forskotið og komust tveimur mörkum yfir 9-11 þegar 19 mínútur voru liðnar af leiknum. Heimamenn náðu þó að fara inn í hálfleikinn með eitt mark í forskot.

Selfoss leiddi svo allan seinni hálfleikinn, voru einbeittir og hungraðir í að sigra og juku smá saman forskotið en leikurinn endaði með sjö marka sigri Selfoss, 29 -22 eins og áður sagði. Mikilvæg stig í hús.

Selfoss var að spila vel í kvöld ef frá er talinn smá kafli í fyrri hálfleik þegar þeir misstu Fjölnismenn aðeins frá sér en það var fyrst og fremst liðsheildin sem skóp þennan sigur.

Markaskorun Selfoss var: Guðjón Ágústsson og Andri Már með sjö mörk hvor, Hergeir og Jóhann Erlings með 4 mörk, Daníel Arnar með þrjú og Hörður Másson, Elvar Örn, Sverrir Pálsson og Matthías Örn allir með eitt mark. Sölvi Ólafsson stóð í marki Selfoss fyrri hálfleikinn og varði hann 6 skot. Sebastian tók seinni hálfleikinn og varði 11 skot.

Meðfylgjandi myndir tók Þorgils Garðar ljósmyndari Fjölnis

Self-Fjölnir 02 Self-Fjölnir 03 Self-Fjölnir 04 Self-Fjölnir 05 Self-Fjölnir 06 Self-Fjölnir 07 Self-Fjölnir 08 Self-Fjölnir 09 Self-Fjölnir 10

 

Tags: