Ósigur á Seltjarnarnesi

Ósigur á Seltjarnarnesi

Á laugardag mættu stelpurnar okkar liði Gróttu á Seltjarnarnesi. Grótta hefur verið á miklu skriði að undanförnu og engin breyting varð í leiknum gegn Selfoss. Þegar upp var staðið munaði 17 mörkum á liðunum en lokatölur urðu 35-17 eftir að staðan hafði verið 15-9 í hálfleik.

Selfossliðið sá vart til sólar í leiknum og var skarð fyrir skildi að Hrafnhildi Hönnnu og Þuríði vantaði í hóp Selfoss í leiknum.

Markahæst Selfyssinga var Kara Rún Árnadóttir með 6 mörk, Hildur Öder Einarsdóttir og Carmen Palamariu skoruðu 4 mörk hvor. Thelma Sif Kristjánsdóttir, Helga Rún Einarsdóttir, Heiða Björk Eiríksdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir skoruðu 1 mark hver.

Næsti leikur stelpanna er laugardaginn 15. febrúar þegar liðið sækir Hauka heim í Schenkerhöllina í Hafnarfirði og hefst leikurinn kl. 16:00.

Næsti heimaleikur er svo þriðjudaginn 18. febrúar þegar FH kemur í heimsókn. Sá leikur hefst kl. 19:30 í Vallaskóla.

Kara Rún var markahæst Selfyssinga.
Mynd: Inga Heiða Heimsdóttir.

Tags: