Partille mótið 2013

Partille mótið 2013

Strákarnir í 4. flokki er að fara á Partille cup sem verður haldið í Gautaborg í Svíþjóð dagana 1. – 6. júlí. Þetta er 44. árið í röð sem mótið er haldið en seinasta ár tóku þátt 1100 lið og yfir 20.000 keppendur frá 41 þjóð þátt.

Mæting er í Tíbrá kl. 11:30 laugardaginn 29. júní. Farið er með rútu til Keflavíkur. Svo tekur við stanslaus skemmtun og keppni til 6. júlí en áætlað er að lenda aftur á Íslandi upp úr miðnætti á laugardagskvöldinu.

Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Partille Cup 2013

Tags: