Perla með landsliðinu í Póllandi

Perla með landsliðinu í Póllandi

Perla Ruth Albertsdóttir var valin í A-landslið kvenna sem tekur þátt í 4. liða móti í Gdansk í Póllandi nú undir lok mars.

Axel Stefánsson tilkynnti hópinn nú í dag. Mótið er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir umspilsleiki gegn Spánverjum um mánaðarmótin maí/júní, en þar er í boði sæti á HM í Japan næsta vetur.

Leikjaplan íslenska liðsins:
22. mars  kl. 16.15 ÍSLAND – Pólland
23. mars kl. 19.30 ÍSLAND – Angóla
24. mars kl. 17.30 ÍSLAND – Slóvakía
*ATH íslenskir leiktímar

Hópinn í heild sinni má sjá hér.