Perla og Hanna framlengja við Selfoss

Perla og Hanna framlengja við Selfoss

Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hafa framlengt samninga sína við Selfoss til tveggja ára. Þetta eru frábærar fréttir fyrir handknattleiksdeild Selfoss, enda hafa þær verið lykilmenn liðsins í Olísdeildinni í vetur. Perla, sem er 21 ára línumaður, var markahæst í liði Selfoss í vetur með 100 mörk. Hrafnhildur Hanna er 22 ára skytta og hefur verið lykilmaður liðsins í nokkur ár en hún glímdi við meiðsli stóran hluta tímabilsins í vetur.

Handknattleiksdeild Selfoss er hæstánægð með að stelpurnar skuli halda tryggð við félagið og er full tilhlökkunar til komandi tímabils.