Perla og Hanna með landsliðinu

Perla og Hanna með landsliðinu

Á dögunum valdi Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, 21 manna hóp sem kemur til æfinga 24.maí. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Perla Ruth Albertsdóttir eru fulltrúar Selfoss í hópnum.

Stelpurnar okkar spila tvo leiki í undankeppni EM núna um mánaðarmótin. Fyrri leikurinn er hér heima, miðvikudaginn 30.maí gegn Tékklandi og seinni leikurinn er gegn Dönum 2.júní í Horsens í Danmörku. Um er að ræða síðustu tvær umferðirnar í undankeppninni, en Ísland er í 4.sæti með 1 stig eftir 4 leiki. Að þeim leikjum loknum mun liðið spila tvo æfingaleiki gegn Japan í Danmörku, mánudaginn 4. júní og þriðjudaginn 5. júní. Leikirnir fara fram í Svendborg á Fjóni.

 

Hópinn í heild sinna má sjá á síðu HSÍ.

Miðasala á leikinn er hafin á Tix.is


Mynd: Perla Ruth og Hrafnhildur Hanna voru valdar í A-landslið kvenna.