Perla Ruth framlengir við Selfoss

Perla Ruth framlengir við Selfoss

Þó að formlegri handknattleiksvertíð sé lokið er nóg að gerast innan handknattleiksdeildarinnar. Nú síðast var samið við landsliðskonuna Perlu Ruth um áframhaldandi veru innan félagsins en hún var einn af sterkustu leikmönnum Olís-deildar kvenna á síðasta tímabili.

Perla Ruth hefur ekki æft handbolta lengi en hún hefur vakið mikla athygli í deild þeirra bestu fyrir gríðarlegt keppnisskap sem og ótrúlega hæfileika á vellinum.

Hún var á dögunum valin í æfingabúðir A-landsliðsins og mun á mánudaginn hitta stöllur sínar í landsliðinu. Íslenska liðið hefur þá undirbúning fyrir æfingaferð sem farin verður til Danmerkur í júlí sem og fyrir undankeppni EM sem fram fer í Frakklandi.

Það er bjart yfir handbolanum á Selfossi.